Bókin Svarfdælasýsl kom út 12. október 2017 og var þá fyrst kynnt í menningarhúsi Bergi á Dalvík. Höfundar eru bræðurnir Óskar Þór Halldórsson og Atli Rúnar Halldórsson. Útgefandi Svarfdælasýsl forlag sf., stofnað 24. mars 2017. Eigendur forlagsins systkinin frá Jarðbrú í Svarfaðardal: Atli Rúnar, Jón Baldvin, Helgi Már, Óskar Þór, Jóhann Ólafur og Inga Dóra Ingibjargar- og Halldórsbörn frá Jarðbrú.

Í bókinni er fjallað um Göngustaðaættina, Húsabakkaskóla 1955-2005 og kvikmyndina Land og syni.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gaf 30. desember 2016 út bókina Sjötug og síung í tilefni þess að þann dag voru nákvæmlega 70 ár liðin frá stofnun félagsins.

Sýslarinn Atli Rúnar Halldórsson er höfundur bókarinnar um Vinnslustöðina.

Áður hafa komið út eftir hann þrjár bækur og þá fjórðu (ævisögu Gisla bónda Pálssonar á Hofi í Vatnsdal) skrifaði hann ásamt Jóni Torfasyni og bjó hana að öllu leyti til prentunar.

   

 

  • Þorleifur R. Örnólfsson hannaði og braut um Svarfdælasýsl. Prentuð í Lettlandi.
  • Þorleifur R. Örnólfsson hannaði og braut um Vinnslustöðvarbókina. Oddi prentaði.
  • Guðmundur Þorsteinsson í Athygli hannaði og braut um sögur Hvalfjarðarganga, Kárahnjúkavirkjunar og Mannvits
  • Oddi, vistvæn prentsmiðja, annaðist prentvinnslu ævisögu Gísla á Hofi.