Ljósmyndir

Ljósmyndir og myndritstjórn eru afar mikilvægir þættir í fjölmiðlun á borð við vefsíður, blöð, tilkynningar, bæklinga og bækur. Atli Rúnar er áhugaljósmyndari og tekur myndir í tengslum við mörg verkefni á sínum vegum, til dæmis við að búa til eða uppfæra vefsíður, en fær með sér atvinnuljósmyndara í meira krefjandi verkefnum.

Áhugi á ljósmyndun og þekking á grunnatriðum í ljósmyndun og myndvinnslu skiptir verulegu máli þegar starfað er með atvinnuljósmyndurum eða unnið með myndir annarra. Atli Rúnar hefur til dæmis starfað farsællega með Hreini Magnússyni ljósmyndara í mörgum verkefnum af ýmsu tagi og átt í mörg ár mikið og gott samstarf við Sigurgeir Jónasson ljósmyndara í Vestmannaeyjum. Myndasafnið hans er í sjálfu sér einn merkilegasti menningarsjóður sinnar tegundar á Íslandi.

Elmar Sindri Eiríksson, kennari og íbúi við Ásveg á Dalvík, sá forsetahjónin koma röltandi eftir götunni sinni, snaraðist til þeirra með gítarinn og fylgdi þeim spottakorn með spili og söng. Myndin birtist í Morgunblaðinu daginn eftir. Atli Rúnar fylgdi Guðna Th. og Elizu eftir eins og skugginn í Dalvíkurheimsókninni og tók myndir fyrir mbl.is og Morgunblaðið.

 

Atli Rúnar og Hreinn Magnússon hafa marga fjöruna sopið í verkefnum af ýmsu tagi. Hér fyrir neðan eru fáeinar myndir sem ARH tók af atvinnumanninum „í aksjón“! Þegar mikið liggur við og vanda þarf til verka þarf fagmennsku og tilheyrandi tæki og tól. Þá duga farsímarnir skammt …!

Í Þörungavinnslunni á Reykhólum.

Í Menntaskólanum í Kópavogi.

Í vörugeymslu Samskipa.

Í höfuðstöðvum Landstólpa í Gunnbjarnarholti.