Fréttabréf

Prentuð fréttabréf eru hvorki úrelt né útdauð á tímum tölvu og Vefsins, langt í frá.

Fréttabréf fyrir Landstólpa og Stafi lífeyrissjóð í október og nóvember 2016 eru dæmi um útgáfu sem Athygli/Atli Rúnar hafði umsjón með frá upphafi til dreifingar að prentun lokinni.

Vefflugan  er svo dæmi um stafrænt fréttabréf sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út en rennur nú inn í nýjan vef samtakanna ásamt fleiri vefmiðlum þeirra til að einfalda og straumlínulaga útgáfu, upplýsingamiðlun og boðskap. Atli Rúnar ritstýrði Vefflugunni og er hluti af ritstjórn nýs vefs Landssamtaka lífeyrissjóða með skrif í sama anda og einkenna Veffluguna.