Myndbönd

Að gera myndbönd er í sjálfu sér einfaldara en margur hyggur og þau geta verið áhrifaríkari á Vefnum og víðar en margur hyggur. Vissulega bjarga margir sér með góðum farsíma en til að stíga skrefinu framar þarf önnur tæki og tól til að taka upp og setja saman myndbönd eða myndbandsbúta í betri mynd- og hljóðgæðum en næst með farsímaútgerð – eðlilega!

Atli Rúnar hefur nokkrum sinnum tekið upp efni og búið til myndbandsbúta sem viðskiptavinir nota til kynningar á vefjum sínum. Dæmi um þetta má finna hér frá Speli vegna Hvalfjarðarganga, Landstólpa og veitingahúsunum Loka og Sægreifanum.

Verkefnin geta verið stærri og umfangsmeiri, til dæmis sögulegt kynningarmyndband á vegum Athygli ehf. fyrir KPMG árið 2015 í tilefni af fertugsafmæli fyrirtækisins. Samstarfsmaður í því verkefni var Jón Þór Víglundsson kvikmyndagerðarmaður.

Guðni S. Gústafsson endurskoðandi og einn stofnenda KPMG í viðtali í garðinum heima hjá sér í Mosfellsbæ sumarið 2015. Atli Rúnar spyrill og verkefnisstjóri, Jón Þór Þór Víglundsson honum að baki.