Warning: Undefined array key "margin_above" in /home/sysl/public_html/wp-content/plugins/ultimate-social-media-icons/libs/controllers/sfsiocns_OnPosts.php on line 623

Warning: Undefined array key "margin_below" in /home/sysl/public_html/wp-content/plugins/ultimate-social-media-icons/libs/controllers/sfsiocns_OnPosts.php on line 624

Árni Rudolf Rudolfsson og Magdalena Las frá Póllandi.

Fersk og flott þorskflöt á leið í salt eða flug á erlendan markað. Broshýrt og vinnusamt fólk sem varla var verjandi að trufla með því að tipla í kringum það með myndavélar.

Við Hreinn Magnússon stórljósmyndari voru í Fiskkaupum hf. á Grandagarði í morgun vegna verkefnis sem við vinnum sameiginlega að. Meira um það síðar. Hreinn myndar en mitt hlutverk er aðallega að mynda hann (og eitthvað fleira líka) + eitthvað fleira sem kemur viðskiptavininum vel.

Afskaplega notaleg heimsókn; flott, tæknivætt og aðlaðandi fiskvinnsluver. Margir starfsmenn hafa verið þarna árum saman sem segir allt sem segja þarf.

Fiskkaup eru fjölskyldufyrirtæki í fjóra ættliði. Það gerir út tvo báta, Kristrúnu RE-177 og Jón Ásbjörnsson RE-777, og rekur öfluga fiskvinnslu í nýlegu, sérhönnuðu húsi að Fiskislóð 34.

Að Fiskkaupum standa Ásbjörn og Ásdís Jónsbörn Ásbjörnssonar og makar þeirra, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Árni Rudolf Rudolfsson.